Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði opnar kl. 10:00 í dag og er opið til kl. 16:00. Um -3° til -4° gráður eru á svæðinu og töluverður éljagangur og skyggnið um 500-600 metrar samkvæmt upplýsingum frá skíðasvæðinu.  Göngubraut verður tilbúin um kl. 12:00 á Hólssvæði.  Á Skírdag komu um 550 gestir á svæðið.

Skíðasvæðið á Siglufirði