Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Opið verður í dag á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði frá kl. 11-16.  Á svæðinu eru logn, frost 3 stig og alskýjað. Færið er troðinn mjúkur púðursnjór samkvæmt tilkynningu frá umsjónarmanni skíðasvæðisins.

Opnunartími um jól og áramót:

  • Þorláksmessa 23. desember opið kl. 14-16
  • Aðfangadagur 24. desember lokað
  • Jóladagur 25. desember lokað
  • Annar í jólum 26. desember opið kl. 11-16
  • Laugardaginn 27. desmeber opið kl. 11-16
  • Sunnudaginn 28. desember opið kl. 11-16
  • Mánudaginn 29. desember opið kl. 14-18
  • Þriðjudaginn 30. desmber opið kl. 14-18
  • Gamlársdagur 31. desmeber opið kl. 11-14
  • Nýársdagur 1. janúar lokað