Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Opið er í dag á Skíðasvæðinu í Skarðsdal frá kl. 10:00-16:00. Fjórar lyftur verða opnaðar og er troðinn þurr snjór og gott færi í öllum brekkum samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum svæðisins.

Í dag fer fram Stubbamót við Neðstu-lyftu fyrir 5-8 ára sem hefst kl. 11:30 og þurfa gestir að taka tillit til þeirra.  Í Búngubakka og niður í Hálslyftu fer fram stórsvigsæfing.  Hólsgöngubraut er tilbúin kl 13:00.