Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Í dag er opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal frá kl. 10:00-16:00. Veður er gott á svæðinu og troðinn þurr snjór og mjög gott færi á troðnum brautum samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmanni svæðisins.

Hægt er að velja um 6 brekkur í dag og einnig er Hólsgöngubraut tilbúin fyrir þá sem vilja renna sér á gönguskíðum.