Opið á Skíðasvæðinu í Skarðsdal

Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði hefur verið opið síðustu daga, og svo er einnig í dag. Bæst hefur í snjóinn í vikunni og færið gott. Í dag er opið frá kl. 11:00-16:00. Færið er troðinn þurr snjór. Neðstabrekka og T-lyftubrekka eru opnar og einnig Ævintýraleið og Þvergilsleið.