Opið á Skíðasvæðinu á Siglufirði

Í dag 26. desember verður opið frá kl 13-16 á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Færið er troðinn nýr snjór og veðrið kl. 9:30 var norðan 2-8 m/s, frost -3° og léttskýjað.

Stefnt er að því að opna tvær lyftur en mikil ísing er á lyftum sem stendur.

UPPFÆRT: Aðeins neðsta lyftan verður opin í dag vegna ísingar.

Vefmyndavélin úr fjallinu er hér.

Eins og sjá má á þessum myndum úr vefmyndavélinni þá er verið að vinna brekkurnar núna.

troðari-skarðsdalur

troaðir-upp-skarðsdalur