Opið á Skíðasvæðinu á Siglufirði í dag
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði verður opið í dag, 27. desember frá kl 14-19. Veðrið klukkan 14 í dag var SA gola, -4 stig og smá él.
Færið er troðinn nýr snjór og mikið af honum púðursnjór um allt fjall.
Stefnt er á að opna tvær lyftur í dag en það hefur snjóað töluvert í fjallinu og er mikil vinna við mokstur og troðslu framundan.