Opið á Skíðasvæðinu á Siglufirði í dag

Í dag, laugardaginn 16. febrúar verður skíðasvæðið á Siglufirði opið frá klukkan 10-16. Á svæðinu er -4 stig frost og alskýjað og  troðinn þurr snjór í brekkunum.  Göngubraut á Hólssvæði ca. 3-4 km hringur verður tilbúinn klukkan 13:00.

Skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið í næstu viku 18. feb-24. feb frá klukkan 13-19 virka daga og um helgina kl 10-16.

Skíðasvæðið í Skarðsdal