Mynd: Fríða Jónasdóttir

Skíðasvæðið í Skarðsdal er opið í dag, skírdag frá kl. 10-16. Færið er vorfæri en brekkur eru breiðar og nægur snjór í efri hluta svæðisins, en það þarf að fara varlega á neðsta svæðinu. Það eru veitingar í skíðaskála og einnig á efra svæðinu. Flott utanbrautarfæri í Tröllafjöllunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umsjónarmönnum skíðasvæðisins. Nánari upplýsingar um dagskrá um páskana má finna á vef svæðsins.

Image may contain: sky, mountain, nature and outdoor
Ljósmyndir: Fríða Jónasdóttir.