Óperudraugarnir syngja í Hofi

Þrír af vinsælustu tenórum landsins, Kristján Jóhannsson, Garðar Thór Cortes og Gissur Páll Gissurarson slá upp mikilli tónlistarveislu í Hofi á Akureyri 3. janúar næstkomandi, en þeir syngja kl. 17, og kl. 20.

Stórsöngvararnir þrír kalla sig Óperudraugana og munu flytja klassískar söngperlur frá ýmsum tímum og óperu aríur við allra hæfi.  Söngdagskráin inniheldur mikið af þeirra uppáhalds aríum og klassísku sönglögum.

1412602714tenors-sh-small

Hægt er að kaupa miða á Menningarhús.is