Önnur gjöf til Tónskóla Fjallabyggðar

Á heimasíðu Tónskóla Fjallabyggðar kemur fram að Jón Þorsteinsson tenórsöngvari og söngkennari í  Utrecht hafi komið færandi hendi og gefið Tónskóla Fjallabyggðar standandi spegil og nótnastatíf, sem notað verði við kennslu í söngnámi.  Gjöfin verður vel notuð í vetur fyrir söngnemendur skólans.