Oliver Sacks, rithöfundur og læknir heimsótti Síldarminjasafnið á Siglufirði í liðinni viku. Oliver er heimsþekktur og hafa verið gerðar bíómyndir eftir bókum hans.  Sem dæmi má nefna kvikmyndina Awakenings, sem byggð var á samnefndri bók hans, en myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 1990.
Oliver býr í New York en er fæddur í Bretlandi þar sem hann er mikils metinn. Árið 2008 veitti Elísabet Bretadrottning honum heiðursorðu Breska heimsveldisins fyrir framlag hans til læknisfræðinnar.

Alla fréttina má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins hér. Oliver heldur einnig út merkilegri heimasíðu sem má lesa hér.