Olís vill gera fjölþætt útivistarsvæði á Siglufirði

Olís hefur hug á að byggja alhliða þjónustumiðsstöð á Siglufirði ásamt að hanna fjölþætt útivistarsvæði samhliða miðstöðinni. Hefur fyrirtækið lýst yfir áhuga á að koma að þessu spennandi verkefni og fá úthlutaðri lóð til þessa verkefnis.

Umræddar lóðir eru í skipulagsferli og verður því nánar fjallað um málið í bæjarstjórn Fjallabyggðar í framtíðinni.

Grein var frá hér þann 19. september 2013 að N1 hyggðist sækja um lóð til bensínafgreiðslu á Siglufirði og yrði skipulagt svæði á Vesturtanga á Siglufirði undir slíka starfsemi. Það má því búast við samkeppni og betri þjónustu á þessu sviði í Fjallabyggð.

Olis_litir_logo