Olís fær lóð á Siglufirði

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur samþykkt að Olís (Olíuverzlun Íslands) fái lóð undir eldsneytisafgreiðslu við Vesturtanga 18-20 á Siglufirði.  Aðeins hafði borist þessi eina umsókn að umsóknarfresti liðnum.

Olís hefur hug á að byggja alhliða þjónustumiðsstöð á Siglufirði ásamt að hanna fjölþætt útivistarsvæði samhliða miðstöðinni.

Upphaflega vildu tvö fyrirtæki lóðir á Vesturtanga undir bensínafgreiðslu, Héðinsfjörður.is fjallaði um málið á síðasta ári.

Olis_lóð