Olga Vocal Ensemble syngja í Tjarnarborg

Olga Vocal Ensemble verður með tónleika í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, miðvikudaginn 27. júlí kl. 20:00. Miðasala fer fram á tix.is en miðar eru ódýrari í netsölu. Olga Vocal Ensemble er alþjóðlegur sönghópur  stofnaður árið 2012 í borginni Utrecht í Hollandi. Í hópnum eru tveir Íslendingar, tveir Hollendingar og Rússi sem ólst upp í Bandaríkjunum.  Strákarnir eiga það sameiginlegt að hafa allir lært hjá Jóni Þorsteinssyni. Síðustu þrjú sumur hefur hópurinn haldið í tónleikaferðlag um Ísland og engin breyting verður á því í ár. Víkingaþema verður á efnisskrá strákanna í sumar en öll lögin á efnisskránni hafa tengingu við lönd sem víkingar heimsóttu.

Á efnisskrá sumarsins verður útsetning á laginu Feels like sugar eftir Hjaltalín í útsetningu Viktors Orra Árnasonar auk útsetningar Sólveigar Sigurðardóttur á “medley” eftir ABBA. Öllum Olgum verður að sjálfsögðu boðið á tónleika Olgu í sumar en það hefur verið venjan síðustu ár. Frítt er fyrir börn 16 ára og yngri.

13775375_927100890731634_6069207148471718592_n