Öldungaráð Fjallabyggðar

Stofnað hefur verið sérstakt öldungaráð í Fjallabyggð.  Hlutverk öldungaráðs er að vera bæjarstjórn til ráðgjafar um málefni og hagsmuni bæjarbúa 67 ára og eldri. Ráðið á að stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi, móta stefnu og gera tillögur til bæjaryfirvalda. Öldungaráðið er vettvangur samráðs bæjarbúa 67 ára og eldri, félagasamtaka þeirra, atvinnulífs og bæjarins og er virkur þátttakandi í allri stefnumótun málaflokksins eins og segir í samþykkt ráðsins.

Samþykkt hefur verið að skipa S. Guðrúnu Hauksdóttur sem fulltrúa Fjallabyggðar og jafnframt formann í öldungaráðið og til vara Steinunni Maríu Sveinsdóttur.

Félag eldri borgara á Siglufirði hefur tilnefnt Ingvar Á. Guðmundsson og Konráð K. Baldvinsson og til vara Hrafnhildi Stefánsdóttur og Björg Friðriksdóttur.

Frá Félagi eldri borgara Ólafsfirði eru tilnefndir Sigmundur Agnarsson og Ásdís Pálmadóttir og til vara Björn Þór Ólafsson og Einar Þórarinsson.

14311902788_b4a5c385b8_z