Ólafsfjörður í dag
Fjöldi þjóðvega á Norðurlandi voru lokaðir í dag. Siglufjarðarvegur er enn lokaður frá því í gærkvöldi, Öxnadalsheiði er lokuð, Þverárfjall og Vatnsskarð einnig lokað.
Í Ólafsfirði var einnig mjög hvasst í dag og fóru mestu hviðurnar 31 m/s í morgun kl. 10:00-11:00.
Á Siglufirði fór mesta hviða í 40 m/s kl. 16:00-17:00 í dag. Mestur vindur var þar milli kl. 13:00-17:00 í dag.
Ljósmyndir með fréttinni tók Guðmundur Ingi Bjarnason, og eru þær birtar með góðfúsu leyfi hans.
