Ólafsfjarðarvegur hefur lokast 88 sinnum á 10 árum

Ólafsfjarðarvegur er fjölfarinn og snjóflóð úr Ólafsfjarðarmúla skapa þar jafnan mikla hættu. Á tíu ára tímabili hefur vegurinn lokast 88 sinnum vegna snjóflóða. Mun fleiri flóð hafa þó fallið þar án þess að loka veginum. Þetta kemur fram á fréttavef ruv.is.

Vegagerðin undirbýr nú kaup á sjálfvirkum búnaði til að að mæla snjódýpt og ástand snjóalaga við veginn um Ólafsfjarðarmúla en engin veðurstöð er í Múlanum.  Margir ökumenn hafa lent í hættu vegna snjóflóða. Menn hafa ýmist ekið inn í snjóflóð eða orðið innlyksa á milli flóða.

Snjóflóðavarnir við Ólafsfjarðarveg
Snjóflóðavarnir við Ólafsfjarðarveg

Heimild: Ruv.is / Ágúst Ólafsson.