Ólafsfjarðarstelpurnar áfram í verðlaunasæti

Stelpurnar frá Skíðafélag Ólafsfjarðar í flokki 13-14 ára kepptu áfram í dag í Bláfjöllum og nú var það 2,5 km skíðaganga með hefðbundinni aðferð. Stelpur frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar voru í öðru sæti, og 4.-6. sæti. Frábær árangur hjá þeim. Það var Ragnhildur Vala Johnsdóttir sem varð í 2. sæti fyrir Skíðafélag Ólafsfjarðar.