Ólafsfjarðarmyndir sýndar á Sjóminjasafninu

Þann 23. janúar kl. 17-19 opnar sýningin „Binni, myndir frá Ólafsfirði 1930-1980“
í Hornsílinu í Sjóminjasafni Reykjavíkur, Grandagarði 8.

Síðastliðið haust voru 100 ár liðin frá fæðingu Brynjólfs Sveinssonar (1914-1981), sem var áhugaljósmyndari, kaupmaður og stöðvarstjóri Pósts og síma í Ólafsfirði.
Í minningu hans var þá haldin ljósmyndasýning í Ólafsfirði og nú er sama sýning sett upp í Reykjavík.

Sýningin verður opin alla daga kl. 10-17 frá 24. janúar til 8. mars 2015.

Ólafsfjarðarsundlaug- vígsla