Ólafsfjarðarmúli opinn aftur

Búið er að opna veginn um Ólafsfjarðarmúla og þar er krapi. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi. Siglufjarðarvegur er enn lokaður fyrir allir umferð.

Snjóþekja og hálka er víða í Húnavatnssýslum og mjög svo slæmt skyggni. Þungfært er um Vatnsnesveg. Mikil röð bíla hefur myndast á þjóðvegi 1 við Hvammstangaafleggjara vegna slæms skyggnis, verið er að reyna að greiða úr því og er fólk beðið um að sýna biðlund