Ólafsfjarðarmúli enn lokaður

Vegurinn við Ólafsfjarðarmúla er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og einnig vegurinn um Þverárfjall þar sem vagn af flutningabíl lokar veginum og ekki verður reynt að opna veginn fyrr en í fyrsta lagi á morgun, annan dag jóla.

Snjókoma, skafrenningur og lélegt skyggni verður víðast hvar um norðanvert landið í meira og minna i allan dag.

Hálka, snjóþekja, snjókoma og skafrenningur er um mest allt Norðurland en þó er flughált í vestanverðum Hrútafirði.  Þæfingsfærð og éljagangur er frá Sauðárkrók í Ketilás.

Vegagerðin greinir frá þessu núna í morgun.