Ólafsfjarðarkirkja er opin í dag og öllum er frjálst að koma. Hægt að tendra á kerti og eiga stund í kyrrð.
Kyrrðarstund verður í kvöld mánudaginn 3. Október klukkan 20.00.
Sr. Stefanía Steinsdóttir leiðir stundina og Ave Sillaots leikur ljúfa og fallega tóna á orgelið.
Viðbragðsteymi Rauðakrossins verða á staðnum og veita samtal ásamt sóknarpresti.