Ólafsfjarðarkirkja verður einnig opin á morgun frá kl: 12-15, miðvikudaginn 5. október og verður sr. Stefanía með viðveru í kirkjunni á þeim tíma ef einhver óskar samtals.
Minnt er á að hjálparsíminn 1717 sem er opinn allan sólarhringinn og jafnframt er hægt að bóka einstaklingsviðtöl með því að hringja þangað.
Einnig er hægt að bóka sálgæsluviðtöl hjá sr. Stefaníu í s. 8628887 eða á stefaniasteins@gmail.com og ekki hika við að hafa samband ef þið óskið eftir að eiga stund í kirkjunni.