Ólafsfirðingurinnn Sigurbjörn Þorgeirsson sigraði nokkuð örugglega á Íslandsmóti 50 ára og eldri í Vestmannaeyjum í dag. Sigurbjörn er í Golfklúbbi Fjallabyggðar, GFB.

Sigurbjörn lék hringina þrjá á samtals 212 höggum, sex höggum færra en næsti maður.  Hann hafði nokkra yfirburði í fyrstu tveimur hringjum, en fyrsta hringinn fór hann á 69 höggum, annan hringinn á 71 höggi og lokahringinn á 72 höggum.

Frábær árangur hjá Sigurbirni.

Mikill áhugi var á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því.

Lokastaða efstu manna hjá 50 ára og eldri í karlaflokki:

Myndlýsing ekki til staðar.