Ólafsfirðingur gerir það gott í svigi kvenna

Alexía María Gestsdóttir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar keppti á fyrsta FIS móti vetrarins, Dagnýjarmótinu í svigi sem haldið var í Hlíðarfjalli á Akureyri föstudaginn 28. des.

Alexía María náði 5. sæti í sviginu en hún er farin að keppa á móti konum sem eru meira og minna að æfa úti í löndum, og er árangur hennar á mótinu mjög góður.

Úrslitin má sjá hér.

Alexía María

Mynd frá: skiol.fjallabyggd.is