Ólafsfirðingar sigruðu Dalvíkinga í golfi

Golfklúbbur Ólafsfjarðar hafði betur gegn grönnum sínum á Dalvík í Bæjarkeppni milli Golfklúbbsins Hamars á Dalvík og Golfklúbbs Ólafsfjarðar. Keppnin fór fram á Arnarholtsvelli á Dalvík á föstudaginn s.l. og tóku 46 þátt í mótinu.

Leikin var punktakeppni með forgjöf og töldu átta bestu úr hvoru liði.
Niðurstaðan varð sú að Ólafsfirðingar unnu nágranna sína með 140 punktum á móti 131 punkta Dalvíkinga.

Þeir sem töldu fyrir Golfklúbb Ólafsfjarðar:

  • Ármann Viðar Sigurðsson 21 punktar
  • Friðrik Þór Birgisson 21 punktar
  • Bergur Rúnar Björnsson 19 punktar
  • Björg Traustadóttir 18 punktar
  • Þorgeir Örn Sigurbjörnsson 17 punktar
  • Björn Kjartansson 15 punktar
  • Sigurbjörn Þorgeirsson 15 punktar
  • Anna Þórisdóttir 14 punktar

10590407_795452907173815_7813389076078114098_n