Ólafsfirðingar safna fyrir annari vefmyndavél

Ólafsfirðingar og fyrirtæki í Ólafsfirði söfnuðu fyrir vefmyndavél haustið 2012 sem staðsett er í skíðaskálanum í Tindaöxl í Ólafsfirði. Vélin sýnir lifandi mynd yfir bæinn í hárri upplausn. Skúli Pálsson er forsvarsmaður þessarar söfnunar, og nú er takmarkið að safna fyrir nýrri vél sem sýnir skíðasvæðið sjálft þegar að þar er eitthvað um að vera og einnig yrði hægt að færa vélina niður í bæ þegar að skíðasvæðið er lokað. Vefmyndavélin á Tindaöxl er á slóðinni Tindaoxl.com

Þeir sem vilja styrkja málefnið er beint á reikningsnúmer:

  • Reikningsnúmer: 0347-03-402600
  • Kennitala: 180644-6879 (Skúli Pálsson).