Ólafsfirðingar kveikja á jólatrénu í dag

Siglfirðingar kveiktu í gær á jólatré sínu á Ráðhústorgi og í dag er komið á Ólafsfirðingum að kveikja á sínu tré. Kveikt verður á jólatrénu klukkan 16. Jólamarkaðurinn er svo opinn í og við Tjarnarborg frá klukkan 14-18. Þá er laufabrauðsnámskeið haldið í Höllinni í dag frá klukkan 10-15.