Ólafsfirðingar aflýsa jólakvöldinu

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflýsa Jólakvöldinu í Ólafsfirði sem haldi átti föstudaginn 4. desember næstkomandi. Gera má ráð fyrir að fjöldatakmarkanir verði áfram í gildi eins og verið hefur sem gerir umsjónarmönnum erfitt fyrir að halda jólakvöldið.

Þetta árlega jólakvöld í Ólafsfirði verður því ekki haldið í ár í ljós aðstæðna.