Ólafsfirðingamótið í golfi lokið

Ólafsfirðingamótið í golfi var haldið sunnudaginn 15. september s.l. á Garðavelli á Akranesi. Mótið er fyrir þá sem eiga rætur sínar að rekja til Ólafsfjarðar eða tengjast Ólafsfirði sterkum böndum á einn eða annan hátt. Keppt var í einum flokki í 18 holu punktakeppni.

Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin og aukaverðlaun voru fyrir flesta punkta án forgjafar og nándarverðlaun.

Í fyrsta sæti var Konráð Þór Sigurðsson frá GÓ,  í öðru sæti var Ólafur Sigurðsson hjá GKG, í þriðja sæti var Magnús Grétarsson GKJ.

Öll úrslitin má lesa hér.