Boðið verður upp á gjaldfrjálst nám í málmblæstri í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga skólaárið 2016 – 2017. Kennt er hálftíma á viku í einkakennslu, síðan þegar nemendur hafa náð smá tækni og færni á hljóðfærið, bætist við klukkutíma samæfing og svo tónfræði.  Málmblásturshljóðfæri eru skilgreind sem blásturshljóðfæri gerð úr málmi með annaðhvort bolla- eða trektlöguðu munnstykki.

Við Tónlistarskólann á Tröllaskaga er hægt að læra á trompet, horn, básúnu og túbu. Nemendur geta hafið nám á aldrinum 8 – 9 ára. Það er þó að mestu háð stærð nemenda hvenær hægt er að byrja, en einnig hvaða málmablásturshljóðfæri er valið. Best er ef nemandi er búinn að fá fullorðins fram­tennur áður en nám hefst.