Ókeypis 20 mínútna tónleikar heima í stofu

Í tilefni af 20 ára söngafmæli sínu ætla Davíð Ólafsson og Stefán Íslandi að bjóða bæjarbúum á Siglufirði upp á ókeypis 20 mínútna tónleika heima í stofu á Þjóðlagahátíðinni dagana 6.-10. júlí. Einnig má panta þá í fyrirtæki eða á stofnanir, sérstaklega á sjúkrastofnanir til að gleðja þá sem ekki eiga heimangengt á hátíðina.

Dúettinn Davíð og Stefán er mikill gleðigjafi og því mun honum eflaust verða fagnað hvert sem hann kemur. Með Davíð og Stefáni í för verður Helgi Hannesar píanóleikari. Þeir taka píanó með sér hvert sem þeir fara. Tónleikapantanir eru í síma 8971533. Pantanir teknar dagana 6.-10. júlí.

Stofutonleikar_big_notext