Í gær varð árekstur tveggja bifreiða á hringvegi við Laugaland á Þelamörk á Norðurlandi. Þarna voru tvær bifreiðar á suðurleið og sú fremri með hestakerru í eftirdragi. Aftari ökumaðurinn sem var einn í bifreið sinni hugðist aka framúr en honum fipaðist eitthvað við aksturinn og rakst bifreið hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að kerran losnaði frá bifreiðinni. Báðar bifreiðarnar og hestakerran ultu út af veginum vinstra megin. Tveir voru í fremri bifreiðinni og þurfi sjúkralið að klippa ökumanninn út úr bifreiðinni. Allir þrír fóru á Sjúkrahúsið á Akureyri en meiðsl voru ekki talin alvarleg. Bifreiðarnar og kerran voru að lokum fluttar á brott með björgunarbifreið.