Óhefðbundin 17. júní hátíðarhöld í Skagafirði

17. júní hátíðarhöld verða með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna í samfélaginu.
Hátíðardagskrá verður streymt frá kl 12:00 á Facebooksíðu og heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar (www.skagafjordur.is). Hátíðarávarp, Fjallkonan, Leikfélag Sauðárkóks og frábær tónlistaratriði beint úr héraði verða á dagskránni.

Sundlaugar sveitarfélagsins verða opnar og verður tónlist og fjör fyrir sundlaugagesti. Mikið fjör verður einnig við hoppubelgina í firðinum.

Hestafjör verður á dagskrá á þremur stöðum í Skagafirði, en teymt verður undir börnum á eftirtöldum stöðum:

Sauðárkrókur – á Flæðunum við sundlaugina kl. 13-14.
Hofsós – Hesthúsahverfið í Hofsósi kl. 11-12.
Glaumbær – Túnið við Glaumbæ kl. 14-15.

Kaffihlaðborð og kaffisala verður vítt og breytt um fjörðinn og tilvalið að nýta sér það.

Opnunartímar sundlauganna verða sem hér segir:

Sauðárkrókur og Varmahlíð frá kl 10-17.
Hofsós frá kl. 07-21.