Óhefðbundið skólahald á Norðurlandi

Í Fjallabyggð hefur verið óhefðbundið skólahald síðustu daga vegna ófærðar, ekki hefur verið skólaakstur á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Grunnskólabörn hafa því mætt í skólana í sínum byggðarkjarna og þar hefur verið óhefðbundin kennsla. Bekkjum var blandað saman og aðstoðuðu eldri nemendur þá yngri við bakstur og einnig var sameiginlegur tími í íþróttum inn í sal.

Í Menntaskólanum á Tröllaskaga féll kennsla niður í dag vegna ófærðar og áttu nemendur að læra heima.

Á Akureyri féll allt skólahald niður í dag vegna veðurs og ófærðar. Kennarar stóðu þó vaktina í skólunum ef einhver börn skyldu mæta.