Óformleg skreytingakeppni fyrir Sjómannadaginn

Stjórnendur Sjómannadagsins í Ólafsfirði hafa hvatt íbúa til að skreyta hverfin eftir ákveðinni hverfaskiptingu. Tillagan kemur í seinna laginu, en íbúar geta fylgt þessum hverfaskiptingu sem sést hér á myndinni. Árshátíðarsalurinn er núna í fullri vinnslu og er unnið hörðum höndum að breyta íþróttasalnum í samkomusal.

Dagskrá helgarinnar hefst síðdegis með þætti FM95Blö sem sendur verður út frá Ólafsfirði á FM 101,7 Þá fer fram Leirdúfuskotmót sjómanna á Skotsvæði Skotfélags Ólafsfjarðar.

 

May be an image of map og texti