Öflugur stuðningur við nýsköpun í Fjallabyggð

Í dag var skrifað undir samstarfssamning Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fjallabyggðar og sjö fyrirtækja sem styrkja verkefnið Ræsing í Fjallabyggð. Það eru fyrirtækin Olís, Samkaup Úrval, Sigló-Hótel, Vélfag ehf., Sparisjóður Siglufjarðar, Rammi hf. og Arion banki sem veita þessu verkefni styrk og nemur styrkupphæð þeirra samtals 1.000.000 kr.
Fjallabyggð og Nýsköpunarmiðstöð setja svo sitthvora milljónina í verkefnið.

Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu. Dómnefnd velur umsóknir til áframhaldandi þróunar og fullbúin viðskiptaáætlun er unnin, með það í huga að verkefnið sé tilbúið til fjárfestakynningar og reksturs.

Þátttakendur fá 12 vikur til að vinna viðskiptaáætlun fyrir verkefnin sín en á þeim tíma fá aðstandendur verkefnanna mikinn stuðning verkefnisstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar við gerð viðskiptaáætlunarinnar og hugsanlega við vöruþróun og frumgerðasmíði.

Nánari upplýsingar má finna á vef Fjallabyggðar.

large_raesing_undirritun_17022015

Mynd frá vefsíðu Fjallabyggðar.is