Ofanflóðasjóður vill hefja vinnu við lokaáfanga snjóflóðavarna árið 2021

Ofanflóðasjóður hefur ákveðið að framkvæmdir við fjórða og síðasta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði eigi ekki að hefjast fyrr en árið 2021 og ljúki á árinu 2023. Bæjarráð Fjallabyggðar og bæjarstjóri hafa farið fram á að sjóðurinn endurskoði ákvörðun sína og hefji framkvæmdir á síðasta áfanganum fyrr.