Ófært um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóða

Snjóflóð loka Ólafsfjarðarmúla.  Ófært er milli Akureyrar og Dalvíkur og eins milli Akureyrar og Grenivíkur og beðið er með mokstur.  Víkurskarðið er lokað, þar er flutningarbíll fastur.

Færð og aðstæður

Á Norðvesturlandi Stórhríð og hálka við Gauksmýri, ófært og beðið er með mokstur á Þverárfjalli. Þæfingsfærð og mokstur í gangi á Vatnsskarði, Þæfingsfærð og stórhríð og mjög slæmt ferðaveður er á milli Sauðárkróks og Siglufjarðar.

Á Norðausturlandi austan Víkurskarðs er víða stórhríð og hálka eða snjóþekja.

 Upplýsingar og mynd frá Vegagerðinni.