Ófært um Héðinsfjörð

Ekkert ferðaveður er á Tröllaskaga og er skyggni lítið sem ekkert.  Ófært er í Héðinsfirði, milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Siglufjarðarvegur hefur verið lokaður síðan í morgun og verður ekki opnaður í dag. Ófært er til Grenivíkur og um Víkurskarð. Þeir sem þurfa nauðsynlega að vera á ferðinni ættu að skoða vel færð á vegum og veðurspá.