Ófært til Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur
Vonsku veður er nú á Tröllaskaga og ýmsar leiðir ófærar. Á Norðurlandi verður áfram stórhríðarveður og 18-23 m/s fram á kvöld.
Siglufjarðarvegur er ófær frá Hofsósi að Siglufirði. Lágheiðin er lokuð. Lokað er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Lokað er um Þverárfjall.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar kl. 16:55.