Ófært milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar – mokstur í gangi

Á norðanverðu landinu er víða blint ennþá og margir vegir lokaðir. Veðurspá gerir ráð fyrir að það drægi úr vindi þegar komið er fram á daginn en það tekur töluverðan að opna vegina.

Ófært er í Héðinsfirði en mokstur í gangi, en þó hafa 40 bílar farið þar í gegn snemma í morgun. Ófært er á Ólafsfjarðarvegi og stórhríð. Vegurinn um Almenninga er lokaður. Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er lokuð.

Uppfært: 9:30: Opið er í Héðinsfirði, þæfingsfærð, skafrenningur, yfir 300 bílar hafa farið í gegn í morgun.

Mokstur í Héðinsfirði í morgun.