Ófært milli Hvammstanga og Laugarbakka

Ófært er milli Laugarbakka, Hvammstanga og yfir í Vatnsdal. Ófært er um Holtavörðuheiði.  Á Norðurlandi vestra er snjóþekja eða hálka á vegum. Hálka eða snjóþekja er á vegum. Á Norðausturlandi er töluverð snjókoma, skafrenningur eða éljagangur. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði og vegurinn.

Ábendingar frá Veðurfræðingi

Heldur er að hvessa á nýjan leik af norðaustri. Við það eykst skafrenningur víða um landið norðan- og austanvert og skyggni versnar. Hins vegar er minni éljagangur framan af kvöldi, en eykst síðan aftur til morguns. Hviður allt að 35 m/s á sunnanverðu Snæfellsnesi og  fram yfir miðnætti á Kjalarnesi. Þá má frá Lómagnúpi og austur undir Höfn í kvöld og fram eftir nóttu gera ráð fyrir staðbundnum sviptivindum allt 40-45 m/s í hviðum og eins hált þar í hita nærri frostmarki.