Vegagerðin greinir frá því nú í kvöld að á Norðurlandi sé víða hálka, hálkublettir eða snjóþekja og sumsstaðar skafrenningur eða él. Ófært er frá Ketilási út í Siglufjörð. Þungfært er á Hólasandi og Dettifossvegi.
Þá má reikna með einhverjum umferðartöfum á vinnusvæði vegna framkvæmda við Vaðlaheiðargöng, Eyjafjarðarmegin, frá 10. til 14. apríl, vegna uppsetningar á vinnumerkingum.