Vegagerðin greinir frá því núna 17 að á Norðurlandi vestra er ófært og stórhríð á Þverárfjalli og á Siglufjarðarvegi en þæfingsfærð og stórhríð á Öxnadalsheiði. Þungfært og óveður er á Skagastrandavegi. Annars eru hálkublettir og skafrenningur á flestum leiðum.
Norðaustanlands er ófært og stórhríð í Héðinsfirði, á Hólaheiði, Hófaskarði, Sandvíkurheiði og einnig á Mývatns- og Möðrudalsöræfum. Þæfingur og skafrenningur er í Ólafsfjarðarmúla og á Grenivíkurvegi en annars er hálka, snjóþekja og skafrenningur mjög víða. Ófært er á Dettifossvegi.