Ófærð 3 tekin upp á Siglufirði í september

Tökulið þáttarins Ófærðar hefur óskað eftir að fá að taka upp senu í sundlauginni á Siglufirði í september. Um er að ræða 12 klst. vinnu svo loka þarf sundlauginni á meðan. Líkamsrækt og íþróttahús verður opið og gengið inn í íþróttahús að vestan. Tökur eru fyrirhugaðar 24. september en tímasetning gæti færst til um einhverja daga.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að leigja sundlaugina á Siglufirði á meðan á tökum stendur vegna Ófærðar og verður lokun auglýst þegar nær dregur.

Tökulið Ófærðar