Ófærð 2 tekin upp á Siglufirði

Þáttaröðin Ófærð 2 verður tekin upp á Siglufirði og er áætlað að tökur hefjist laugardaginn 14. október næstkomandi. Vinna við upptökur krefst þess meðal annars að götum og bílastæðum verði lokað tímabundið og leikmynd verði komið upp þar sem hún þjónar tilgangi sögunnar. Þá hafa aðstendendur þáttanna óskað eftir sérstöku leyfi til þess að loka bílastæðum við Ráðhústorg tímabundið, til þess að setja dautt fé á Ráðhústorgið og til þess að fjarlægja málningu af stæði fyrir hreyfihamlaða við Ráðhúsið en það yrði málað aftur að upptökum loknum. Íbúar verða upplýstir um gang mála í formi dreifibréfa og/eða á samfélagsmiðlum.