Of heitt á Siglufirði fyrir skíðamennsku í dag

Hiti og rigning gerðu það að verkum að ekki var hægt að hafa opið á Skíðasvæðinu á Siglufirði í dag. Ekki tókst að vinna brekkurnar vegna veðurs. Veðurspáin er þó betri næstu daga, en spáð er frosti á miðvikudaginn.

Fram kemur á heimasíðu skíðasvæðisins að 2000 þúsund manns hafi heimsótt skíðasvæðið á síðustu sjö dögum og frá 1. desember 2012 til 24. febrúar 2013 hafa komið 7 þúsund manns á Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði.

Skíðasvæðið á Siglufirði