Ocean Endeavour með 300 farþega á Siglufirði

Ocean Endeavour kom til Siglufjarðar í hálfan dag á föstudaginn síðastliðinn. Skipið sem er með um 300 farþega var í annað sinn í sumar á Siglufirði og hélt þaðan til Grímseyjar og loks til Akureyrar. Skipið er meðal annars með karla og kvenna gufuböð, sjóbað og æfingasali fyrir jóga unnendur. Þetta var síðasta heimsókn skipsins til Siglufjarðar í sumar samkvæmt áætlun.

Skipið fer í 10 daga siglingu um Ísland og kostar ferðin frá 450.000 kr. og upp í 1.500.000 kr. eftir því hvaða herbergi er valið.